Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 31. mars 2023 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Við munum eyða í sumar
Mynd: Getty Images
Liverpool mun eyða pening á markaðanum í sumar en þetta ítrekar Jürgen Klopp, stjóri félagsins.

Enska félagið er í mikilli þörf á því að styrkja hópinn og þá sérstaklega miðsvæðið.

Jude Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund, er sagður efstur á blaði og hafa blöðin greint frá því að Liverpool sé í viðræðum um kaup á honum.

Roberto Firmino, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita eru meðal þeirra sem munu yfirgefa félagið í sumar, en Klopp segir að félagið ætli sér að eyða pening í sumar.

„Við munum klárlega eyða pening í sumar. Félagið mun eyða í sumar en það er ekkert hægt að tala um það hvern eða hversu marga við munum kaupa,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner