Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elliott hafði engan áhuga á Real vegna Ramos
Mynd: Getty Images
Harvey Elliott gekk í raðir Liverpool síðasta sumar en hann kom til félagsins frá Fulham eftir að hafa verið yngsti leikmaður sögunnar til að spila í úrvalsdeildinni.

Real Madrid hafði áhuga á vængmanninum síðasta sumar og reyndi að sannfæra hann um að koma til Madrídar. Í tilraun sinni til að sannfæra Elliott buðu þeir honum að hitta Sergio Ramos, fyrirliða félagsins.

Elliott sagði einfaldlega takk en nei takk. „Mér líkar ekki við Ramos eftir það sem hann gerði við Mo Salah," sagði Elliott við TheAthletic og vitnar þá í þegar Ramos braut á Salah í úrslitaleik meistaradeildarinnar árið 2018 og í kjölfarið þurfti Salah að fara af velli vegna axlarmeiðsla.

Elliott lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í september síðastliðnum og varð yngsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann byrjaði gegn MK Dons í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner