Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 31. maí 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Trippier skýtur á Spurs: Þurfti að fara í aðgerð í fyrra
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier gekk í raðir Atletico frá Tottenham síðasta sumar. Hægri bakvörðurinn er enskur landsliðsmaður sem fékk mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu á síðasta tímabili.

Atletico greiddi 20 milljónir punda fyrir hinn 29 ára gamla bakvörð. Trippier er á þeirri skoðun að hann hafi bætt sig sem knattspyrnumann á þessari leiktíð. Hann gagnrýnir einnig stjórnarmenn hjá Tottenham fyrir að hleypa sér ekki í aðgerð á síðustu leiktíð.

„Mér finnst ég klárlega betri leikmaður en ég var í fyrra hjá Tottenham. Síðasta tímabil var erfitt því ég var í vandræðum með meiðsli," sagði Trippier við Mirror.

„Það er ekki afsökun því ég var ekki að fela það. Ég átti erfitt uppdráttar í nokkra mánuði vegna nárans og ég fór í aðgerð núna í vetrarfríinu í janúar."

„Vegna tímasetningarinnar var ég einungis frá í nokkrar vikur og mér líður miklu betur. Ég hefði átt að fara í þessa aðgerð á síðustu leiktíð. Þetta hafði áhrif á frammistöðu mína."

„Ég komst á þann stað í fyrra að ég þurfti á aðgerð að halda en það voru svo margir mikilvægir leikir framundan... ég vil í raun ekki ræða það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner