Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 31. maí 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Zamorano: Engin kergja milli mín og Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikill hiti í æfingaleik ÍA og Ólafsvíkur Víkinga í gær. Hitinn var slíkur að hann vakti athygli því ekki er algengt að sjá jafnmikla hörku í æfingaleik og raun bar vitni.

Sindri Snær Magnússon fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Gonzalo og Gonzalo sjálfur hefði getað fengið að líta rauða spjaldið fyrir brot á 75. mínútu.

Gonzalo var í viðtali við Vísi í dag þar sem hann var spurður út í leikinn í gær.

„Að mínu mati voru þetta bara tvær hörkutæklingar, en ekki eitthvað sem að verðskuldaði rautt spjald,“ sagði Zamorano við Vísi.

„Mér fannst tæklingin hans Sindra ekki verðskulda rautt spjald og að sjálfsögðu hefði ég ekki átt að fá rautt spjald fyrir mína tæklingu. Ég renndi mér af hörku en ég snerti boltann og, ég er ekki að grínast, ég snerti ekki manninn. Ég var ekkert hræddur um að fá rauða spjaldið," sagði Gonzalo og bætti við að hann telji að dómari leiksins hafi ekki verið með gula spjaldið með sér.

Sambandið við Sindra gott
„Ég á í góðu sambandi við flesta strákana þarna. Samband mitt við Sindra er til að mynda mjög gott og ég fékk mér að borða með Tryggva (Hrafni Haraldssyni]) eftir leikinn."

„Það er því engin kergja þarna á milli, ekki á milli mín og félagsins, og alls ekki á milli mín og fyrrum liðsfélaga minna. Stundum þarf maður að skipta um félag og það er ekki vandamál,"
sagði Gonzalo við Vísi en viðtalið í heild sinni má sjá á vef Vísis. Þar er hann einnig spurður út í komandi tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner