
Fjórir leikmenn hafa gert nýjan samning við HK á undanförnum dögum.
Það eru þær Kristjana Þórðardóttir, Sóley Davíðsdóttir, Katrín Rósa Egilsdóttir og Emma Sól Aradóttir. Þær gera allar tveggja ára samning.
Þær eru allar uppaldar. Katrín, Sóley og Emma spiluðu allar með meistaraflokki á síðustu leiktíð og hafa komið við sögu í upphafi móts í Lengjudeildinni í sumar. Kristjana kom við sögu í tveimur leikjum síðasta sumar.
Þær eru allar fæddar árið 2006 nema Emma sem er fædd árið 2002.
Athugasemdir