Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2020 07:30
Elvar Geir Magnússon
Jimenez gæti farið til Man Utd - Thiago vill breyta til
Powerade
Raul Jimenez.
Raul Jimenez.
Mynd: Getty Images
Thiago.
Thiago.
Mynd: Getty Images
Jimenez, Thiago, Romero, Stones, Bale, Ter Stegen, Sancho, Özil, Alaba og fleiri í slúðurpakka dagsins. Sky Sports og BBC tóku saman.

Mexíkóski framherjinn Raul Jimenez (29) gæti verið á leið til Manchester United eftir að Wolves samþykkti að gera tilboð í Paulinho (27), sóknarmann Braga í Portúgal. (RTP)

Spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara (29) hefur tilkynnt Bayern München að hann vilji yfirgefa félagið og prófa eitthvað nýtt. Thiago hefur verið orðaður við Liverpool. (Sky Þýskalandi)

Markvörðurinn Sergio Romero (33) vill funda með Manchester United um framtíð sína. Argentínumaðurinn er óviss um framtíð sína en Dean Henderson er á leið aftur á Old Trafford. (The Sun)

Jadon Sancho (20) færist nær Manchestet United en Borussia Dortmund sættir sig við 60 milljónir punda fyrir enska vængmanninn. (Independent)

Breytingar eru í vændum í herbúðum Manchester City og talað er um að varnarmaðurinn John Stones (26) gæti verið keyptur til West Ham. (The Sun)

Chelsea hefur lagt fram tilboð í þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen (28) hjá Barcelona. (Cadena Ser)

Gareth Bale (31) hefur sagt velska stjóranum Ryan Giggs að hann ætli að vera áfram hjá Real Madrid á næsta tímabili, sama þó takmarkaður leiktími gæti gert hann ryðgaðan fyrir EM landsliða. (Mirror)

Chelsea og Manchester City fylgjast með því hvort David Alaba (28) geri nýjan samning við Bayern München. (Telegraph)

Leeds reynir að kaupa tvo enska leikmenn; Fabian Delph (30) miðjumann Everton og Danny Rose (30) bakvörð Tottenham. Marcelo Bielsa vill bæta við reynslu í hóp sinn fyrir endurkomuna í ensku úrvalsdeildina. (Star)

Búist er við því að Inter nái samkomulagi um kaup á Alexis Sanchez (31) frá Manchester United í sumar. (Manchester Evening News)

Southampton bíður eftir því að Tottenham geri formlegt tilboð í danska miðjumanninn Pierre-Emile Höjbjerg (24). (Daily Echo)

Miðjumaðurinn Mesut Özil (31) verður áfram hjá Arsenal í sumar en umboðsmaður hans hefur opinberað að þessi fyrrum þýski landsliðsmaður sé til í að sitja út samning sinn hjá félaginu. (Mail)

Liverpool undirbýr tilboð í Lloyd Kelly (21), varnarmann Bournemouth. (Express)

Jurgen Klopp mun taka ákvörðun um næsta skref enska sóknarmannsins Rhian Brewster (20) sem lék vel á lánssamningi hjá Swansea. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner