Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. júlí 2020 00:01
Fótbolti.net
Unnar Steinn frá Fram í Fylki (Staðfest)
Unnar Steinn Ingvarsson.
Unnar Steinn Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnar Steinn Ingvarsson er á leið frá Fram í Fylki samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Þessi lið áttust við í Mjólkurbikarnum í kvöld og bar þá Fram sigur úr býtum eftir vítaspyrnukeppni. Unnar Steinn byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 79. mínútu.

Unnar er 19 ára gamall en verður tvítugur síðar á árinu. Hann getur leikið sem miðjumaður, djúpur á miðjunni, eða í hjarta varnarinnar.

Hann er mjög spennandi leikmaður og hefur hann til að mynda einnig verið orðaður við Breiðablik.

Unnar verður samningslaus eftir tímabilið en Fylkir vonast til þess að fá hann í glugganum í næsta mánuði.

Fylkir hefur að undanförnu lagt áherslu á það að fá til sín efnilega leikmenn. Arnór Borg Guðjohnsen, Arnór Gauti Jónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson eru dæmi um það.

Fylkir er í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar með 15 stig, en Fram er á meðan í toppbaráttunni í Lengjudeildinni.

Uppfært 00:00: Fylkir hefur staðfest félagaskiptin. Unnar mun ganga í raðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil.


Athugasemdir
banner
banner
banner