Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 14:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja fá Orra Stein til Newcastle í stað Isak
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Isak vill fara í Liverpool.
Alexander Isak vill fara í Liverpool.
Mynd: EPA
Alexander Isak er líklega á förum frá Newcastle í sumar. Isak, sem er af mörgum talinn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tjáð félaginu að hann vilji fara og er hann er sterklega orðaður við Liverpool.

Newcastle á nokkuð stóran hóp stuðningsmanna hér á Íslandi og komu tveir þeirra, Magnús Tindri og Hjálmar Aron, í heimsókn í Pepsi Max stúdíóið í gær til að fara yfir stöðu mála. Var meðal annars mikið rætt um Isak.

Þeir telja líklegt að Isak muni fara frá félaginu. Benjamin Sesko var talinn arftaki hans en núna er talið líklegra að hann fari til Manchester United. Þeir félagar vilja að Newcastle skoði að fá Orra Stein Óskarsson til félagsins en það hefur reynst vel fyrir Newcastle að fá sóknarmenn frá Real Sociedad enda kom Isak þaðan.

„Isak kom frá Sociedad, það er gott samband á milli félaganna. Orra ef þú ert að hlusta, skoðaðu þetta," sagði Magnús Tindri.

„Það væri alveg týpýskt ef við endum með Dominic Calvert-Lewin, það er hræðileg tilhugsun. Ég er búinn að heyra Ollie Watkins nefndan til sögunnar en mér finnst hann of gamall. Yoane Wissa er búinn að vera að sýna einhverja tilburði sem eru ekki mjög fagmannlegir; ég ýti aldrei undir svona hegðun og þú mátt aldrei gleyma virðingunni við vinnuveitenda þinn."

Þegar þeir voru spurðir út í draumakost, þá sögðu þeir:

„Það er erfitt að velja einhvern því Isak er besti framherjinn í heiminum í dag," sagði Hjálmar.

„Ef ég mætti velja frjálslega þá myndi ég taka Haaland eða eitthvað," sagði Magnús. „Ég er ekki beinlínis með einhvern einn í huga, kannski Orra Óskarsson, kaftein Íslands. Við vitum að Íslendingar eru yfirleitt ekki með nein leiðindi og ef þeir eru í Englandi, þá eru þeir yfirleitt mjög sáttir."

„Ég er búinn að tala fyrir því að bjóða bæði í Orra og Hákon Haraldsson," sagði Magnús. „Við erum mjög til í þessa hugmynd."

„Við höfum bara verið með einn Íslending í Newcastle og hann spilaði reyndar ekki fyrir aðalliðið, Bjarni Guðjóns," sagði Hjálmar en það er kannski kominn tími við að bæta við þann lista.

Orri er á leið inn í sitt annað tímabil með Sociedad og er honum ætlað stærra hlutverk í liðinu þar á komandi leiktíð.
Enski boltinn - Vægast sagt athyglisvert sumar hjá Newcastle
Athugasemdir
banner