Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. október 2020 12:59
Magnús Már Einarsson
KR vísar ákvörðun KSÍ til áfrýjunardómstóls
KR fagnar marki í sumar.
KR fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn knattspyrnudeildar KR ákvað á fundi sínum nú morgun að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ, um að hætta keppni í Íslands- og bikarmóti, til árýjunardómstóls sambandsins.

KR telur að ákvörðun stjórnarinnar, er byggir á reglugerð stjórnar, fari gegn ákvæðum laga sambandsins en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

KR missti af Evrópusæti í karlaflokki en liðið var í 5. sæti í Pepsi Max-deilinni þegar leik var hætt og í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum. Kvennalið KR féll úr Pepsi Max-deildinni.

Í yfirlýsingu segjast KR ætla að krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi en stjórnin ákvað í gær að leik yrði hætt á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni.

Yfirlýsing KR
Stjórn knattspyrnudeildar KR ákvað á fundi sínum nú morgun að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ, um að hætta keppni í Íslands- og bikarmóti, til árýjunardómstóls sambandsins. KR telur að ákvörðun stjórnarinnar, er byggir á reglugerð stjórnar, fari gegn ákvæðum laga sambandsins. Þannig hafi stjórn sambandsins ekki verið heimilt að ljúka keppni líkt og gert var. KR ætlar þannig að ákvörðun sambandsins sé ólögmæt og mun krefjast þess að ákvörðun stjórnar verði felld úr gildi.

fh. knattspyrnudeildar KR
Páll Kristjánsson, formaður

Sjá einnig:
KR-ingar reiðir - Eru að skoða sín mál
Athugasemdir
banner
banner
banner