Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 31. desember 2018 21:00
Arnar Helgi Magnússon
Birkir Már íþróttamaður ársins hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson var í morgun kjörinn íþróttamaður ársins hjá Val.

Birkir Már átti vægast sagt frábært ár í knattspyrnunni. Hinn 33 ára gamli Birkir yfirgaf sænska félagið Hammarby fyrir rúmlega ári síðan og skrifaði undir hjá Val.

Hann var hluti af íslenska landsliðinu sem keppti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Hann náði meðal annars að halda Lionel Messi, Angel Di Maria og Sergio Aguero í skefjum í 1-1 jafntefli íslenska liðsins við það argentíska.

Birkir var algjör lykilmaður Vals sem að varð Íslandsmeistari í sumar, nokkuð sannfærandi.

Í fyrra var handboltamaðurinn Orri Freyr Gíslason kjörinn íþróttamaður ársins hjá Val en þar á undan vann Bjarni Ólafur tvö ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner