Heimild: Times 
            
                                        
                                                                                                                                                                                                                                        
                                                                
                Thanskin Shinawatra eigandi Manchester City staðfesti í dag að félagið hafi áhuga á að fá Peter Crouch framherja Liverpool í sínar raðir en hann sagði að Sven Göran Eriksson þjálfari liðsins hefði áhuga á honum.
                
                
                                    Eriksson var hrifinn af Crouch þegar hann þjálfaði enska landsliðið og það er ekkert leyndarmál fyrir þeim að þeir vilja fá hann þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.
,,Sven er að leita að einum framherja og einum eða tveimur miðjumönnum," sagði Thakson.
,,Sven er mjög hrifinn af Peter Crouch. En hann á eftir að ákveða hvort við eigum að leggja fram tilboð."
Crouch hefur verið duglegur að skora fyrir Liverpool en hefur átt erfitt að festa sig í sessi í byrjunarliðinu hjá þeim rauðu og oftar en ekk þurft að verma varamannabekkinn. Talið er að félagið sé tilbúið að leyfa honum að fara ef gott tilboð kemur.
Liverpool keypti hann á 7 milljónir punda frá Southampton í júlí 2005 en Thaksin segir að hann muni ekki greiða of mikið fyrir leikmanninn.
,,Við erum að leita að góðum leikmönnum sem eru á góðu verði, ekki of dýrum. Ég er ekki í stöðu til að kaupa allt sama hvað það kostar. Sven mun velja rétta menn í réttar stöður."
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                