Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 28. ágúst 2008 12:51
Magnús Már Einarsson
Íslenski landsliðshópurinn - Heiðar Helguson að nýju í hópnum
Heiðar Helguson er að nýju í íslenska landsliðinu.
Heiðar Helguson er að nýju í íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands tilkynnti í dag hópinn sem mætir Norðmönnum og Skotum í undankeppni HM 6 og 10.september. Heiðar Helguson kemur aftur inn í íslenska landsliðshópinn eftir langt hlé en hann lék síðast landsleik gegn Spánverjum í ágúst 2006. Þá er Veigar Páll Gunnarsson framherji Stabæk einnig í hópnum en hann var ekki með gegn Aserbaídsjan á dögunum.

Ólafur valdi 22 leikmenn fyrir leikina en Stefán Þór Þórðarson framherji ÍA og Indriði Sigurðsson varnarmaður Lyn koma einnig inn í hópinn frá því í leiknum gegn Aserbaídsjan.

Arnór Smárason og Jóhann Berg Guðmundsson voru inni í myndinni hjá Ólafi en hann ákvað að láta þá frekar vera í U21 árs landsliðinu sem mætir Austurríki og Slóvakíu.

Hermann Hreiðarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í undankeppninni en Ólafur gaf það upp á fréttamannafundi í dag.


Markverðir:
Kjartan Sturluson (Valur)
Stefán Logi Magnússon (KR)

Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson (Portsmouth)
Indriði Sigurðsson (Lyn)
Kristján Örn Sigurðsson (Brann)
Grétar Rafn Steinsson (Bolton)
Ragnar Sigurðsson (Gautaborg)
Birkir Már Sævarsson (Brann)
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)

Miðjumenn:
Stefán Gíslason (Bröndby)
Emil Hallfreðsson (Reggina)
Ólafur Ingi Skúlason (Helsingborg)
Aron Einar Gunnarsson (Coventry)
Pálmi Rafn Pálmason (Stabæk)
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Theodór Elmar Bjarnason (Lyn)

Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Barcelona)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Esbjerg)
Heiðar Helguson (Bolton)
Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk)
Stefán Þór Þórðarson (ÍA)
Athugasemdir
banner
banner