Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 19. maí 2011 08:00
Sammarinn.com
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Umbylting Milan undir stjórn Allegri
Sammarinn.com
Sammarinn.com
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eftir brotthvarf Ancelotti til Chelsea ákváðu Milan-menn að gera fyrrum þjálfara yngriflokka liðsins, hinn unga Leonardo, að aðalþjálfara. Leonardo fékk þar gríðarstórt tækifæri en árangurinn var ekkert sérstakur. Leikskipulag hans gekk út á að spila með fjóra varnarmenn, tvo djúpa miðjumenn, Pirlo og Gattuso og sóknarleikurinn átti að sjá um sig sjálfur enda með á ferðinni mjög leiknir leikmenn eins og Pato, Ronaldinho og Seedorf.

Þegar Leonardo var rekinn að loknu tímabilinu tók Berlusconi þá ákvörðun að ráða Massimiliano Allegri, þjálfara Cagliari. Hann hafði náð eftirtektarverðum árangri með fjársnautt lið Cagliari og byggt upp vel spilandi fótboltalið.

Allegri átti stórt verkefni fyrir höndum en öfugt við Leonardo þá ákvað hann að breyta leikskipulaginu og spila eftir eigin hugmyndafræði. Liðið keypti leikmenn sem pössuðu inn í þá hugmyndafræði eins og Zlatan, K.P. Boateng, Cassano, Robinho og loks í janúar van Bommel. Með tilkomu Zlatan var liðið komið með ekta framherja en það sem mikilvægara var, Allegri tókst að koma í veg fyrir að liðið yrði of háð einstaklingsframtaki hans. Annar mikilvægur þáttur var að Nesta gat leikið flesta leikina í ár, en það hefur ekki gerst í langan tíma að hann hafi enst heilt tímabil. Ásamt Thiago Silva myndaði hann myndarlegt miðvarðarpar, hokið af reynslu.

Í stað þess að nota tvo djúpa miðjumenn ákvað hann að nota einn djúpann og tvo örlítið framar. Van Bommel leysti hlutverkið sem djúpi miðjumaðurinn vel líkt og Allegri notaði Daniele Conti í hlutverki djúpa miðjumannsins hjá Cagliari og við hlið van Bommels á miðjunni léku oftast Gattuso og Boateng. Þeir tveir eru mjög duglegir varnarlega og geta setið eftir á meðan hinir ákaflega sóknarþenkjandi bakverðir Antonini og Abate fá frelsi til að koma framar á völlinn. Því þarf Milan liðið ekki að nota sérstaka kantmenn. Einnig hafa miðjumennirnir aðstoðað bakverðina gegn sérstaklega erfiðum andstæðingum eins og Cristiano Ronaldo og Samuel Eto’o. Hinir öldruðu Zambrotta og Oddo leika síðan gestahlutverk þegar þess þarf.

Sóknarleikurinn snerist vissulega mikið í kringum Zlatan þegar hann spilaði. Seedorf lék oftast fyrir aftan hann og Inzaghi (eftir meiðsli Inzaghi skiptust þeir Robinho, Cassano og Pato á því). Að Milan hafi tekist að skora mörk þegar Zlatan vantaði var mjög mikilvægt þar sem heimskuleg hegðun sendi hann ítrekað í leikbann. Pirlo var þó nokkuð meiddur á tímabilinu en hann naut sín vel við að hafa Zlatan frammi og Zlatan afþakkaði ekki hárnákvæmar sendingar Pirlos.

Snemmbúin útsláttur úr Meistaradeildinni voru vonbrigði en svo virðist sem einhver álög séu á getu Zlatans í þeirri deild. Ég býst hins vegar við stærri hlutum af Milan í keppninni á næsta tímabili en áhugavert verður að sjá liðið þá. Pirlo virðist vera á leiðinni til Juventus og hefði Pato ekki nælt sér í dóttur Berlusconi væri hann líklega einnig á leiðinni burt. Aldurinn færist yfir Nesta og það sama er að segja um Gattuso, van Bommel, Ambrosini og Seedorf þótt þeiri eigi líklega eitt tímabil eftir. Hins vegar ætlar félagið að festa kaup á K.P.Boateng (hann var á láni frá Genóa í ár) auk þess sem Philippe Mexes kemur líklega til félagsins á frjálsri sölu frá Roma. Líklega er litið á hann sem arftaka Nesta.

Greinin er að vissu leyti byggð á grein Robs Paton hjá CalcioItalia
banner
banner
banner