Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. september 2012 12:38
Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry og Haukur Heiðar frá út tímabilið eftir aðgerð
Kjartan Henry spilar ekki meira með KR í sumar.
Kjartan Henry spilar ekki meira með KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Kjartan Henry Finnbogason og Haukur Heiðar Hauksson leikmenn KR verða báðir frá keppni út tímabilið eftir að hafa gengist undir aðgerðir á hné í gær.

Báðir glímdu leikmennirnir við brjóskskemmdir í hnénu og þótti ráðlegt að gert yrði að meiðslunum strax. Aðgerðirnar gengu báðar vel en þó þeir hafi farið í aðgerð hjá sitthvorum lækninum lágu þeir saman.

Kjartan Henry var með brjóskskemmd í hnénu sem leiddi upp í lærlegg. Hann verður frá keppni í 4 - 6 mánuði vegna þessa.

Haukur Heiðar var í fyrstu talinn vera meið meiðsli á liðþófa en við skoðun kom í ljós að hann var líka með brjóskskemmd í hnénu. Hann verður frá keppn í þrjá mánuði.

KR liðið hefur veikst upp á síðkastið en félagið lánaði Óskar Örn Hauksson til Sandnes Ulf í lok ágúst.

Þeir eiga enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitli, eru í 2. sæti Pepsi-deildarinnar, 10 stigum á eftir toppliði FH þegar 12 stig eru enn í pottinum. Þeir eru hinsvegar aðeins þremur stigum frá 5. sætinu.

Liðið hefur tryggt sér sæti í Evrópudeildinni að ári eftir að hafa unnið Borgunarbikarinn.
Athugasemdir
banner
banner