Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. júní 2014 14:00
Alexander Freyr Tamimi
Maradona: Neymar getur ekki verið stjarna HM
Neymar verður í sviðsljósinu á HM.
Neymar verður í sviðsljósinu á HM.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona segir að hinn brasilíski Neymar sé of ungur til að stela senunni á HM 2014.

Búist er við miklu af þessum 22 ára gamla framherja í heimalandinu en hann var besti leikmaður Álfukeppninnar síðasta sumar er Brasilía varð meistari á heimavelli.

Ári síðar er pressan á Neymar á heimsmeistaramótinu, en hann er stjarna brasilíska landsliðsins þrátt fyrir ungan aldur. Maradona býst þó ekki við því að hann verði miðpunktur mótsins.

,,Neymar er spennandi ungur leikmaður með einstaka hæfileika," sagði Maradona við Times of India.

,,Það sem hann gerði fyrir Brasilíu í Álfukeppninni var stórkostlegt. En hann er of ungur til að lýsa upp heimsmeistarakeppnina á eigin spýtur."

,,Brasilía mun þó klárlega styðja við bakið á honum, sérstaklega eftir að hann hefur sýnt hvað hann getur."

Taktu þátt í HM-umræðunni á Facebook! Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook þar sem oft skapast líflegar umræður um boltann.
Athugasemdir
banner