Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 29. maí 2015 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kalli sektar Blika og stelur skónum hans Gulla
Sprelligosinn, Ólafur Karl Finsen.
Sprelligosinn, Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Stjarnan mætast í stórleik 6. umferðar í Pepsi-deild karla á sunnudaginn. Bæði lið eru með níu stig í 3. og 4. sæti deildarinnar. Þau eru einu taplausu liðin í deildinni.

Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar hefur farið vel af stað með Stjörnunni í sumar og skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum. Hann er byrjaður að undirbúa sig vel fyrir leikinn.

Í gær fór hann nýjar leiðir í undirbúning fyrir leik og tók með sér myndatökumann. Þeir tóku upp myndband í klefa Blika sem Fótbolti.net fékk sent en afraksturinn af því má sjá hér að ofan.

Til að mynda sektar hann vel og rækilega, leikmenn Breiðabliks í sektarsjóðsbókinni þeirra og að lokum stelur hann skrúfutakkaskónum hans Gunnleifs Gunnleifssonar, markmanns Blika, í þeirri von að Gulli noti aðra skó í leiknum og meiri líkur verði á að hann renni á vellinum.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á sunnudaginn og flautað verður til leiks klukkan 20:00. Það verður spennandi að sjá hvernig Blikarnir taka á móti Óla Kalla á vellinum og í stúkunni á sunnudaginn.

Sjón er sögu ríkari og við mælum eindregið með myndbandinu hér að ofan sem við fengum sent.
Athugasemdir
banner
banner