Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 29. maí 2015 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kalli sektar Blika og stelur skónum hans Gulla
Sprelligosinn, Ólafur Karl Finsen.
Sprelligosinn, Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Stjarnan mætast í stórleik 6. umferðar í Pepsi-deild karla á sunnudaginn. Bæði lið eru með níu stig í 3. og 4. sæti deildarinnar. Þau eru einu taplausu liðin í deildinni.

Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar hefur farið vel af stað með Stjörnunni í sumar og skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum. Hann er byrjaður að undirbúa sig vel fyrir leikinn.

Í gær fór hann nýjar leiðir í undirbúning fyrir leik og tók með sér myndatökumann. Þeir tóku upp myndband í klefa Blika sem Fótbolti.net fékk sent en afraksturinn af því má sjá hér að ofan.

Til að mynda sektar hann vel og rækilega, leikmenn Breiðabliks í sektarsjóðsbókinni þeirra og að lokum stelur hann skrúfutakkaskónum hans Gunnleifs Gunnleifssonar, markmanns Blika, í þeirri von að Gulli noti aðra skó í leiknum og meiri líkur verði á að hann renni á vellinum.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á sunnudaginn og flautað verður til leiks klukkan 20:00. Það verður spennandi að sjá hvernig Blikarnir taka á móti Óla Kalla á vellinum og í stúkunni á sunnudaginn.

Sjón er sögu ríkari og við mælum eindregið með myndbandinu hér að ofan sem við fengum sent.
Athugasemdir
banner