Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. desember 2004 09:00
Elvar Geir Magnússon
Rio Ferdinand - Man Utd (6)
Áfram höldum við á Fótbolti.net að telja niður til jóla með því að kynna bestu knattspyrnumenn heims að mati lesenda okkar. Á aðfangadag verður besti leikmaður heims kynntur en nú er það leikmaðurinn sem varð í sjötta sæti í kjörinu en hann er varnarmaður.


6. Rio Ferdinand

Julian og Janice fæddu sitt fyrsta barn í nóvember 1978, það var strákur og var hann skýrður Rio Gavin Ferdinand. Þegar Rio fór að leika með skólaliði sínu byrjaði hann sem sóknarmaður og skoraði mörg mörk en var síðan færður á miðja miðjuna. Hann var aðeins 14 ára þegar West Ham United kom auga á hann og hjá liðinu fékk hann samning.

Þegar hann var 16 ára voru fjölmörg lið sem vildu fá hann til sín. Middlesbrough, Norwich City, Millwall, Charlton og Chelsea höfðu öll áhuga en hann ákvað að vera áfram hjá Hömrunum þar sem hann fékk atvinnumannasamning 17 ára. Áður en hann undirritaði þann samning þá sá hann einnig um að þrífa skóna hjá stjörnunum á Upton Park, Tony Cottee og framkvæmdarstjóranum Harry Redknapp!

Unglingalið West Ham vann sína deild með metfjölda stiga og heillaðist Redknapp af hæfileikum og metnaði Rio. Hann setti hann inn sem varamann gegn Sheffield Wednesday á Upton Park þann 5.maí 1996 og var það fyrsti leikur Rio með aðalliði. Tímabilið á eftir var hann lánaður til Bournemouth þar sem hann lék 10 leiki í 2.deildinni og snéri aftur á Upton Park reynslunni ríkari.

Fyrsti leikur Rio Ferdinand sem byrjunarliðsmaður hjá West Ham var 25.janúar 1997 í bikarleik gegn Wrexham. Hamrarnir töpuðu þeim leik, reyndar töpuðu þeir einnig fyrsta byrjunarliðsleik hans í úrvalsdeildinni fyrir Blackburn 1-2 þann 1.febrúar 1997. Rio skoraði þó eina mark West Ham í leiknum. Fyrsti landsleikur hans var gegn Kamerún 1997 en þá var hann 19 ára, hann varð þó ekki fastamaður í landsliðinu og var til að mynda eftir heima þegar Evrópumótið árið 2000 fór fram.

Hann lék 152 leiki og skoraði tvö mörk fyrir West Ham áður en hann var seldur til Leeds United fyrir 18 milljónir árið 2000 sem var heimsmet fyrir varnarmann. Kveðjuleikurinn hans fyrir West Ham var gegn Leeds United og sigruðu Hamrarnir hann 1-0 á Elland Road! Leeds tapaði fyrsta leiknum með Rio innanborðs en það kom þó fljótlega í ljós að David O'Leary hefði eftir allt saman gert góð kaup á þessum unga varnarmanni, Leeds komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Hann skoraði þrjú mörk á sínu fyrsta tímabili hjá Leeds, gegn Liverpool, Deportivo La Coruna og... að sjálfsögðu West Ham! Tímabilið eftir var ekki jafn farsælt fyrir Leeds en sjálfur tók Rio Ferdinand miklum framförum. Hann var gerður að fyrirliða liðsins og var einn allra besti varnarmaðurinn í Heimsmeistarakeppninni 2002, skoraði m.a. með skalla gegn Danmörku. Eftir þá keppni hækkaði verðmiðinn á honum enn frekar og Manchester United og Juventus settu hann efst á sína óskalista.

22.júlí 2002 var Rio Ferdinand keyptur til Manchester United fyrir breskt metfé. Ekki nóg með það heldur varð hann aftur dýrasti varnarmaður í heimi en United borgaði 30 milljónir punda fyrir hann. Þar með toppaði hann Lilian Thuram sem Juventus keypti frá Parma á 21 milljón punda 2001. Fimm dögum eftir að hann var keyptur spilaði hann sinn fyrsta leik í búningi United en það var undirbúningsleikur gegn Bournemouth. Fyrsta tímabil hans hjá félaginu var þó erfitt sökum meiðsla.

Hann lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni með United gegn Sunderland en sá leikur endaði með jafntefli 1-1. Þrátt fyrir erfiðleika stóð Manchester United uppi með Englandsmeistaratitilinn í lok tímabilsins, þann fimmtánda í sögu félagsins.

Óþarfi er að eyða mörgum orðum í að fjalla um átta mánaða keppnisbannið sem Rio Ferdinand fékk í kjölfar þess að hann mætti ekki í lyfjapróf þann 23.september 2003. Það leiðindamál varð til þess að United missti einn allra besta varnarmann heims í langan tíma og það sama má segja um enska landsliðið. Þegar hann snéri aftur eftir bannið sást það betur en nokkru sinni hve mikilvægur hann er og hvaða hæfileika hann hefur.
Athugasemdir
banner
banner