mið 24. október 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ashley tók pening í stað þess að láta Rafa fá hann
Mynd: Getty Images
Mike Ashley er maður sem stuðningsmenn Newcastle gjörsamlega hata. Hann er eigandi félagsins og hefur verið það frá árinu 2007.

Stuðningsmenn Newcastle vilja ekkert heitar en að losna við Ashley sem hefur verið nískur við að setja pening í félagið. Hann gaf Rafa Benitez, stjóra félagsins, ekki mikið svigrúm í sumar til að kaupa leikmenn og er liðið núna á botni ensku úrvalsdeildarinnar þegar níu umferðir eru liðnar.

Telegraph greindi frá því í gær að Ashley hefði tekið pening út úr félaginu, nánar tiltekið 10 milljónir punda. Ashley lofaði því í maí að Benitez myndi fá allar tekjur félagsins til þess að styrkja leikmannahópinn en hann stóð greinilega ekki við loforð sitt.

Dýrasti leikmaðurinn sem Newastle keypti í sumar var Japaninn Yoshinori Muto en hann kostaði rúmar níu milljónir punda. Newcastle seldi fyrir meira en það keypti.

Tíu milljónir punda eru kannski ekkert rosalega mikið fyrir lið í ensku úrvalsdeildinni en það er það fyrir Newcastle og Rafa Benitez.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner