Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 05. júlí 2005 17:11
Magnús Már Einarsson
Gerrard með yfirlýsingu: Ætlaði alltaf að vera áfram
Mynd: Magnús Már Einarsson
Steven Gerrard ætlaði aldrei að yfirgefa Liverpool í sumar eins og útlit er fyrir núna. Gerrard var með yfirlýsingu hjá Sky sjónvarpstöðinni áðan þar sem hann greindi meðal annars frá þessu.

Gerrard sagði: ,,Síðustu sex vikur hafa verið þær erfiðustu í lífi mínu. Ákvörðunin sem ég hef tekið er erfiðasta ákvörðun sem ég hef gert. Ég ætlaði að gera nýjan samning eftir Meistaradeildarúrslitaleikinn en atburðir síðustu fimm til sex vikna hafa breytt því. Ég hef of mikla virðingu fyrir félaginu og fólkinu hjá því til að úthúða það."

Eins og við höfum greint frá þá hefur Gerrard beðið um sölu frá Liverpool og er talið að Chelsea og Real Madrid muni berjast um þjónustu þessa magnaða miðjumanns.
Athugasemdir
banner
banner