Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. janúar 2019 08:30
Elvar Geir Magnússon
Everton vill Batshuayi - Belotti í enska boltann?
Powerade
West Ham reynir að kaupa Belotti.
West Ham reynir að kaupa Belotti.
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez.
Raul Jimenez.
Mynd: Getty Images
Nicolo Barella til Inter?
Nicolo Barella til Inter?
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan laugardag! Coutinho, Higuain, Batshuayi, Jimenez, Cahill og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum sem BBC tók saman.

Benfica hefur hafnað 61 milljóna punda tilboði frá Liverpool í portúgalska U21-miðjumanninn Joao Felix (19). Fleiri stór félög eru með augastað á stráknum. (Correio da Manha)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, útilokar að kaupa Philippe Coutinho (26) til baka, 12 mánuðum eftir að hafa selt Brassann till Barcelona. (Liverpool Echo)

Ole Gunnar Solskjær segir að belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (25) sé enn í lykilhlutverki hjá Manchester United, þrátt fyrir Marcus Rashford (21) sé orðinn sóknarmaður númer eitt. (BBC)

Solskjær segir að hótellífið eigi ekki við sig og er búinn að finna annan stað til að búa á í Manchester. Hann er núna á Lowry hótelinu. (Times)

Thierry Henry, stjóri Mónakó, vill fá belgíska miðjumanninn Marouane Fellaini (31) lánaðan frá Manchester United. (RMC)

Chelsea stefnir að Gonzalo Higuain (31) spili deildabikarleikinn gegn Tottenham næsta fimmtudag. Argentínumaðurinn er á leið til London til að ganga frá lánssamningi frá Juventus. (Sun)

Everton vill fá belgíska sóknarmanninn Michy Batshuay (25) frá Chelsea og er að undirbúa 40 milljóna punda tilboð. Batshuay er kominn aftur á Stamford Bridge eftir lánsdvöl hjá Valencia. (Sun)

West Ham er að reyna að kaupa Andrea Belotti (25), sóknarmann Torino og ítalska landsliðsins. 35,2 milljóna punda tilboði var hafnað. (Sportitalia)

Thomas Tuchel, stjóri Paris St-Germain, segir að Adrien Rabiot (23) verði ekki valinn í liðið á meðan hann á í samningadeilum. Barcelona og Chelsea hafa sýnt honum áhuga. (Goal)

Wolves mun bíða þar til í sumar áður en félagið kaupir Raul Jimenez (27) frá Benfica. Mexíkóinn er hjá Úlfunum á lánssamningi og er kominn með sex úrvalsdeildarmörk. (Daily Mirror)

Claudio Ranieri, stjóri Fulham, segist ekki vita hvort Gary Cahill (33), varnarmaður Chelsea og Englands, vilji koma til félagsins. Fulham er í harðri fallbaráttu. (Football.London)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé mikið um njósnir í evrópskum fótbolta. Hann viðurkennir að hafa látið njósna um andstæðinga sína þegar hann var hjá Barcelona og Bayern München en muni ekki endurtaka leikinn á Englandi. (Telegraph)

Kólumbíski sóknarleikmaðurinn James Rodriguez (27) mun vera áfram hjá Bayern München út tímabilið. Arsenal hefur verið orðað við hann. (Express)

Crystal Palace vill kaupa hinn efnilega enska vængmann Jack Clarke (18) frá Leeds. Hann hefur spilað tólf Championship leiki á þessu tímabili. (Mirror)

Ítalska félagið Inter er nálægt því að kaupa Nicolo Barella (21), miðjumann Cagliari og ítalska landsliðsins. Barella hefur verið orðaður við Chelsea. (Calciomercato)

Barcelona er tilbúið að láta brasilíska vængmanninn Malcom (21) fara ef félagið fær betra tilboð en þær 35 milljónir punda sem það borgaði fyrir leikmanninn þegar hann var keyptur frá Bordeaux síðasta sumar. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner