Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
   fim 31. janúar 2019 23:37
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Eru ekki flestir búnir að tala við Hannes?
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það komu mörk í öllum regnbogans litum þegar KR vann Val í fjörugum leik í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld. KR mun leika gegn Fylki í úrslitum á mánudag.

Lestu um leikinn: KR 5 -  3 Valur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net um leikinn í kvöld og stöðu mála. Hvernig lýst honum á hópinn núna?

„Maður er alltaf til í að bæta einhverju við en við erum sáttir. Við erum nánast búnir að gera það sem við ætluðum að gera. Theodór Elmar var inni í myndinni hjá okkur á tímabili og það hefði verið bónus," segir Rúnar.

Erum með frábæran markvörð í Beiti
Vangaveltur eru uppi um að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson gæti verið á heimleið. Hafa KR-ingar rætt við hann?

„Já eru ekki flestir á Íslandi búnir að tala við hann? Við erum með frábæran markvörð í Beiti og ég reikna með því að hann verði okkar fyrsti markvörður á næsta tímabili. Ef eitthvað annað gerist þá gerist það bara. En við berum fullt traust til Beitis og teljum hann hafa stigið stórt skref síðasta ár. Hann hefur bætt sig mikið. Hann er strákur sem við ætlum að setja allt traust á."
Athugasemdir
banner
banner