Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   fim 31. janúar 2019 23:37
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Eru ekki flestir búnir að tala við Hannes?
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það komu mörk í öllum regnbogans litum þegar KR vann Val í fjörugum leik í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld. KR mun leika gegn Fylki í úrslitum á mánudag.

Lestu um leikinn: KR 5 -  3 Valur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net um leikinn í kvöld og stöðu mála. Hvernig lýst honum á hópinn núna?

„Maður er alltaf til í að bæta einhverju við en við erum sáttir. Við erum nánast búnir að gera það sem við ætluðum að gera. Theodór Elmar var inni í myndinni hjá okkur á tímabili og það hefði verið bónus," segir Rúnar.

Erum með frábæran markvörð í Beiti
Vangaveltur eru uppi um að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson gæti verið á heimleið. Hafa KR-ingar rætt við hann?

„Já eru ekki flestir á Íslandi búnir að tala við hann? Við erum með frábæran markvörð í Beiti og ég reikna með því að hann verði okkar fyrsti markvörður á næsta tímabili. Ef eitthvað annað gerist þá gerist það bara. En við berum fullt traust til Beitis og teljum hann hafa stigið stórt skref síðasta ár. Hann hefur bætt sig mikið. Hann er strákur sem við ætlum að setja allt traust á."
Athugasemdir
banner
banner
banner