Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 31. janúar 2019 23:37
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Eru ekki flestir búnir að tala við Hannes?
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það komu mörk í öllum regnbogans litum þegar KR vann Val í fjörugum leik í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld. KR mun leika gegn Fylki í úrslitum á mánudag.

Lestu um leikinn: KR 5 -  3 Valur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net um leikinn í kvöld og stöðu mála. Hvernig lýst honum á hópinn núna?

„Maður er alltaf til í að bæta einhverju við en við erum sáttir. Við erum nánast búnir að gera það sem við ætluðum að gera. Theodór Elmar var inni í myndinni hjá okkur á tímabili og það hefði verið bónus," segir Rúnar.

Erum með frábæran markvörð í Beiti
Vangaveltur eru uppi um að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson gæti verið á heimleið. Hafa KR-ingar rætt við hann?

„Já eru ekki flestir á Íslandi búnir að tala við hann? Við erum með frábæran markvörð í Beiti og ég reikna með því að hann verði okkar fyrsti markvörður á næsta tímabili. Ef eitthvað annað gerist þá gerist það bara. En við berum fullt traust til Beitis og teljum hann hafa stigið stórt skref síðasta ár. Hann hefur bætt sig mikið. Hann er strákur sem við ætlum að setja allt traust á."
Athugasemdir
banner
banner
banner