Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
Skoraði rosalegt mark beint úr aukaspyrnu - „Ég var heppinn“
Tók bikar í kveðjuleiknum - „Fullkominn endir“
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
   fim 31. janúar 2019 23:37
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Eru ekki flestir búnir að tala við Hannes?
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það komu mörk í öllum regnbogans litum þegar KR vann Val í fjörugum leik í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld. KR mun leika gegn Fylki í úrslitum á mánudag.

Lestu um leikinn: KR 5 -  3 Valur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net um leikinn í kvöld og stöðu mála. Hvernig lýst honum á hópinn núna?

„Maður er alltaf til í að bæta einhverju við en við erum sáttir. Við erum nánast búnir að gera það sem við ætluðum að gera. Theodór Elmar var inni í myndinni hjá okkur á tímabili og það hefði verið bónus," segir Rúnar.

Erum með frábæran markvörð í Beiti
Vangaveltur eru uppi um að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson gæti verið á heimleið. Hafa KR-ingar rætt við hann?

„Já eru ekki flestir á Íslandi búnir að tala við hann? Við erum með frábæran markvörð í Beiti og ég reikna með því að hann verði okkar fyrsti markvörður á næsta tímabili. Ef eitthvað annað gerist þá gerist það bara. En við berum fullt traust til Beitis og teljum hann hafa stigið stórt skref síðasta ár. Hann hefur bætt sig mikið. Hann er strákur sem við ætlum að setja allt traust á."
Athugasemdir