Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   fim 16. maí 2019 12:21
Arnar Daði Arnarsson
Þórdís Hrönn lánuð í Þór/KA (Staðfest)
Þórdís Hrönn.
Þórdís Hrönn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA hefur fengið góðan liðstyrk fyrir átökin í Pepsi Max-deild kvenna því liðið hefur fengið landsliðskonuna, Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur á láni frá Kristianstad í Svíþjóð.

Þórdís Hrönn mun leika með Þór/KA fram til lok júlí.

Sænska úrvalsdeildin fer í frí í sumar og því ákvað Þórdís Hrönn að koma til Íslands og leika hér á landi. Hún mun aðeins missa af einum leik með Kristianstad.

Þór/KA er með sex stig að loknum þremur umferðum í Pepsi Max-deildinni en liðið mætir Breiðabliki næstkomandi þriðjudag. Það gæti verið hennar fyrsti leikur fyrir Þór/KA.

Þórdís Hrönn hefur leikið með Breiðabliki og Stjörnunni hér heima en hún er uppalin í FH.

Þú getur keypt Þórdísi í þitt lið í Draumaliðsleiknum!

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner