Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. ágúst 2019 16:15
Arnar Daði Arnarsson
Gunni Birgis spáir í 14. umferð Pepsi Max-kvenna
Gunar Birgisson ásamt kærustu sinni, Velina Apostolova.
Gunar Birgisson ásamt kærustu sinni, Velina Apostolova.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Gunnar vonast til að frænka sín skori.
Gunnar vonast til að frænka sín skori.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
14. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum þegar Stjarnan og ÍBV mætast í Garðabænum og Þór/KA og Keflavík fyrir norðan.

Umferðin heldur síðan áfram annað kvöld með einum leik en henni lýkur síðan á miðvikudaginn með tveimur leikjum.

Landsliðskonan, Sif Atladóttir spáði fjórum leikjum rétt í 13. umferðinni en nú er komið að Gunnari Birgissyni, íþróttafréttamanni hjá RÚV að spá í 14. umferðina.

Stjarnan 3-2 ÍBV (18:00 í kvöld)
ÍBV hefur verið í fullri vinnu við að fá á sig mörk á þessu tímabili á meðan sóknarleikur Stjörnunnar hefur verið stirður oft a tíðum. Endar með naumum Stjörnusigri.

Þór/KA 5-2 Keflavík (18:00 í kvöld)
Keflavík er lið sem hefur heillað mann á þessu tímabili. En þær þurfa kraftaverk til að vinna í víginu fyrir norðan því miður. Öruggur sigur Þórs/KA.

HK/Víkingur 0-2 Fylkir (19:15 á morgun)
Það hefur gengið brösulega að skora á þetta Fylkismark undanfarið og það verður lítil breyting þar á í kvöld.

Selfoss 1-1 Valur (18:00 á miðvikudag)
Það er alltaf eitt upset í umferð og það kemur á Selfossi. Eftir sigur í bikarnum mæta Selfoss konur á öðru hundraðinu inn í leikinn og skora snemma en Valur jafnar undir lokin.

KR 1-4 Breiðablik (18:00 á miðvikudag)
Begga frænka veit ekki lengur hvað það er að klúðra færum og Blikarnir eiga eftir að vaða í þeim í þessum leik. Öruggur sigur.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Sif Atladóttir (4 réttir)
Jóhann Ingi Hafþórsson (4 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Guðrún Arnardóttir (3 réttir)
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir (2 réttir)
Gunnar Borgþórsson (2 réttir)
Erna Guðrún Magnúsdóttir (2 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner