Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. september 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Berglind Björg: Verðum vel undirbúnar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður hörkuleikur en ef við spilum okkar leik og förum eftir plani þá vonandi náum við góðum úrslitum," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks við Fótbolta.net.

Breiðablik fær Sparta Prag í heimsókn í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en flautað verður til leiks á Kópavogsvelli klukkan 19:15.

Sparta Prag er tékkneskur meistari en í liðinu eru tékkneskar landsliðskonur.

„Steini (Þorsteinn Halldórsson þjálfari) og Óli (Ólafur Pétursson aðstoðarþjálfari) eru búnir að fara vel yfir þetta með okkur. Við verðum vel undirbúnar í leiknum."

Breiðablik er í baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn en þessi lið mætast í stórleik í næstsíðustu umferðinin á sunnudag. Berglind segir það ekki trufla undirbúning fyrir leikinn í kvöld.

„Nei alls ekki, við höfum ekkert rætt hann. Þetta verkefni er núna og við viljum ná góðum úrslitum í þessum leik, svo förum við að spá í Vals leiknum," sagði Berglind sem reiknar með góðum stuðningi í stúkunni í kvöld.

„Já, við höfum alltaf fengið mjög góðan stuðning frá okkar fólki og ég býst nú ekki við neinu öðru en að fólk mæti á völlinn," sagði Berglind.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner