Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. október 2019 09:08
Magnús Már Einarsson
Giroud býst við kulda og öðruvísi aðstæðum á Laugardalsvelli
Giroud í leiknum gegn Íslandi í mars.
Giroud í leiknum gegn Íslandi í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olivier Giroud, framherji Chelsea og franska landsliðsins, reiknar með erfiðum aðstæðum á Laugardalsvelli í leiknum í undankeppni EM annað kvöld.

„Þetta er opinn leikvangur með frjálsíþrótta hlaupabrautum og ég held að það verði mjög kalt. Ég veit ekki um gæðin á vellinum. Aðstæður gæti verið svolítið öðruvísi. Við verðum að aðlagast því af því að við erum atvinnumenn," sagði Giroud.

„Þetta verður erfiður leikur en við getum unnið hann og við þurfum að vinna okkar vinnu."

Giroud var á skotskónum í 4-0 sigri Frakka á Íslandi í mars en hann átti einnig stórleik þegar liðin áttust við í 8-liða úrslitum á EM 2016.

„Við vitum hversu grimmir og líkamlega sterkir Íslendingar geta verið í leikjum. Þeir hafa líka góða leikmenn og liðið sýndi sig á EM 2016. Þó að þeir hafi ekki átt frábæru gengi að fagna á HM 2018 þá eru þeir ennþá hættulegur andstæðingur," sagði Giroud meðal annars en viðtalið við hann í heild er hér að neðan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner