Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. október 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Maddison og Chilwell báðir til Man Utd?
Powerade
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly er sagður á óskalista United.
Kalidou Koulibaly er sagður á óskalista United.
Mynd: Getty Images
Manchester United kemur mikið við sögu í slúðurpakka dagsins eins og svo oft áður.



Starf Marco Silva, stjóra Everton, er ekki í hættu þrátt fyrir að liðið sé í fallsæti eftir erfiða byrjun á tímabilinu. (Star)

Manchester United er tilbúið að borga Leicester samtals 130 milljónir punda til að fá miðjumanninn James Maddison (22) og vinstri bakvörðinn Ben Chilwell (22). (Sun)

Chelsea er í bílstjórasætinu í baráttunni um Chilwell en félagið ætlar að landa honum þegar það losnar úr félagaskiptabanni. (Mail)

Manchester United vill fá átta nýja leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum og félagið hefur teiknað upp lista af leikmönnum sem eru á óskalistanum.

Juventus ætlar að bjóða Mario Mandzukic (33) og Emre Can (25) til Manchester United í skiptum fyrir Paul Pogba (26). (Sun)

Real Madrid ætlar ekki að bíða með að fá Christian Eriksen frá Tottenham þar til næsta sumar þegar hann verður samningslaus. Real vill ganga fyrr frá samningi þar sem félagið óttast að Eriksen geri nýjan samning við Tottenham. (Marca)

Tottenham vonast til að selja (27) Eriksen í janúar til að missa hann ekki frítt næsta sumar. (Mirror)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er hrifinn af Eriksen en hins vegar er Paul Pogba ennþá efstur á óskalista félagsins. (ESPN)

Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, vill fá vinstri bakvörðinn Emerson Palmieri (25) frá sínu gamla félagi Chelsea. (Express)

Arsenal er í viðæðum við Fenerbahce um að fá Mesut Özil (30) á láni. (Takvim)

Arsenal er að fylgjast með Orkun Kokcu (18), miðjumanni Feyenoord, en hann er metinn á 20 milljónir punda. (Mail)

Manchester City er að íhuga að fá Ruben Dias (22) varnarmann Benfica í sínar raðir í janúar. Dias hefur áður verið orðaður við Manchester United. (Mirror)

Manchester United vill mest fá Kalidou Koulibaly (28) frá Napoli í vörn sína. (Express)

Gerard Pique (32) varnarmaður Barcelona var nálægt því að kaupa enska félagið Notts County í sumar. (ESPN)

Chelsea er að berjast við Tottenham um Charlie Allen (15) miðjumann Linfield. (Football Insider)

Sergio Ramos (33) vill spila með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tokyo á næsta ári. (El Mundo)

Spæsnka knattspyrnusambandið vill senda liðið sem vann EM U21 liða í sumar á Ólympíuleikana næsta sumar. (Marca)

Manchester United er að leita að nýjum styrktaraðila á treyjur sínar en félagið óttast að Chevrolet geri ekki nýjan samning eftir dapurt gengi United. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner