Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fös 11. október 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Koulibaly: Eina sem ég hugsa um er að vinna með Napoli
Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, hefur lengi verið orðaður við Manchester United en enskir fjölmiðlar segja að Rauðu djöflarnir leggi mikla áherslu á að fá leikmanninn.

Það gæti þó reynst erfitt fyrir United að landa Koulibaly miðað við hans nýjustu ummæli.

„Ég er vanur því að það séu margar kjaftasögur í gangi. Það er alltaf verið að tala um að ég sé á förum hingað og þangað," segir Koulibaly.

„Akkúrat núna er mitt eina markmið að vinna með Napoli. Mér er alveg sama um allt annað."

„Okkar takmark er enn að vinna bestu lið Ítalíu og vinna tititlinn. Þetta tímabil er erfiðara því öll liðin eru orðin betri og ítalska deildin orðin jafnari."

„Ég hef getað betur en ég hef sýnt í upphafi tímabils. Juventus er enn liðið sem þarf að skáka. Við þurfum að leggja meira á okkur og bæta okkar leik til að komast nær þeim."

Hér má sjá stöðuna í ítölsku A-deildinni:
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner