banner
   fös 11. október 2019 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U19 gerði jafntefli gegn Svíum - Andri Lucas skoraði
Andri Lucas skoraði mark Íslands.
Andri Lucas skoraði mark Íslands.
Mynd: Getty Images
Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Real Madrid, skoraði mark U19 liðs Íslands í jafntefli gegn Svíþjóð í vináttulandsleik. Leikurinn fór fram í Finnlandi.

Andri Lucas kom Íslendingum yfir á 40. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Karl Friðleifur Gunnarsson átti stoðsendinguna í marki Andra.

Svíar jöfnuðu leikinn í síðari hálfleik og hefðu síðan getað skorað sigurmarkið í uppbótartíma, en Hákon Rafn Valdimarsson varði tvisvar glæsilega í marki Íslands.

Lokatölur 1-1. Þetta var seinni vináttuleikur íslenska liðsins í Finnlandi en í vikunni vannst 1-0 sigur á heimamönnum þar sem Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði sigurmark Íslands á 88. mínútu.

Byrjunarlið Íslands:
12. Hákon Rafn Valdimarsson
3. Atli Barkarson
4. Jóhann Árni Gunnarsson
5. Teitur Magnússon
7. Karl Friðleifur Gunnarsson
8. Ísak Snær Þorvaldsson
9. Andri Lucas Guðjohnsen
14. Baldur Hannes Stefánsson
15. Jón Gísli Eyland Gíslason
16. Davíð Snær Jóhannsson
17. Ísak Bergmann Jóhannesson


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner