Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 11. október 2019 17:54
Elvar Geir Magnússon
Freysi um Guðlaug Victor: Hann er að fara í stórt próf
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Íslands og Frakklands hefst 18:45 en hér má fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Guðlaugur Victor Pálsson byrjar í hægri bakverði í kvöld, er valinn fram yfir Hjört Hermannsson og Birki Má Sævarsson.

„Guðlaugur Victor er búinn að vera í myndinni hvað varðar þessa stöðu síðan í mars. Það er búið að 'drilla' hann í þetta hlutverk síðan þá," segir Freyr Alexandersson í viðtali við RÚV.

„Af mörgum ástæðum gafst núna tækifærið til að gefa honum sénsinn. Það er stórt próf en hann er hugrakkur drengur sem er tilbúinn í slaginn. Hann tikkar í mörg box varðandi þessa stöðu."

„Hann er fljótur, sterkur og góður varnarmaður. Hann er sterkur í loftinu og sem miðjumaður er hann góður á boltanum. Hann hefur góðan hraða fram á við. Svo sjáum við bara eftir leikinn hvort þetta hafi gengið vel eða ekki."



Athugasemdir
banner
banner