Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   fös 11. október 2019 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna: Með þrjú lið sem gætu barist um Heimsmeistaratitil
Icelandair
Kári í leiknum í kvöld.
Kári í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mikið svekkelsi, mér fannst við eiga skilið eitt stig að minnsta kosti," sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, eftir naumt tap gegn Heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM 2020.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Frakkland

„Mér fannst við vera með stjórn á þeim þangað til þeir skora í rauninni. Þá skapa þeir færi þegar við erum byrjiaðir að sækja á fleiri mönnum."

Það vantaði marga lykilleikmenn í lið Frakklands.

„Sérðu mennina sem koma í staðinn? Þetta eru leikmenn sem eru að spila með Bayern München, Tottenham og eitthvað. Það skiptir litlu máli fyrir þá hverjir spila. Þeir eru með gríðarlega sterkt lið og gætu örugglega verið með þrjú lið sem gætu barist um Heimsmeistaratitilinn."

Hvað fannst Kára um vítaspyrnuna sem Frakkar fengu?

„Mér sýndist vera einhver snerting, en hann tekur tvö skref og dettur svo. Enskur dómari hefði ekki fallið fyrir þessu, en að sjálfsögðu gerði Ítalinn það."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner