Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. nóvember 2019 18:40
Magnús Már Einarsson
Guardiola til í að þjálfa á Ítalíu
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist vera til í að þjálfa lið á Ítalíu í framtíðinni en samningur hans hjá enska félaginu rennur út árið 2021.

Guardiola spilaði eitt tímabil með Brescia í Serie A á Ítalíu en sem þjálfari hefur hann orðið deildarmeistari á Spáni, Þýskalandi og Englandi.

„Að þjálfa á Ítalíu? Af hverju ekki. Það var ánægjulegt að spila þar og ég var með frábæran þjálfara, (Carlo) Mazzone)," sagði hinn 48 ára gamli Guardiola.

„Ég átti frábæran tíma og ég elska landið en núna líður mér vel á Englandi. Hér er frábær keppni. En kannski já, ég er ekki það gamall."

Guardiola var orðaður við Juventus í sumar en hann segir að þær kjaftasögur hafi ekki verið réttar. „Þú varst með rangar upplýsingar, þú verður að sinna starfi þínu betur," sagði Guardiola brosandi í samtali við ítalskan fréttamann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner