Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 08. nóvember 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær sér líkindi með Greenwood og Van Persie
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að framherjinn ungi Mason Greenwood minni sig á Robin van Persie fyrrum framherja United.

Hinn 18 ára gamli Greenwood skoraði sitt þriðja mark með aðalliði United í 3-0 sigri á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gær.

„Klárlega. Hann er mjög yfirvegaður í að klára færi og þetta er náttúrulegt fyrir honum," sagði Solskjær.

„Hægri fótur, vinstri fótur, ég veit ekki hvor fóturinn er sá betri og það er mjög erfitt fyrir varnarmenn að verjast því. Það góða er að hann getur gert þetta á Old Trafford fyrir framan fulla stúku. Hann er yfirvegaður á stóra sviðinu."

„Hvort sem leikurinn er með vinum sínum úti á leikvelli eða bikarúrslitaleikur þá klárar hann færi eins."

Athugasemdir
banner