Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. nóvember 2019 20:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho telur að titilbaráttunni sé lokið
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og Chelsea, telur að titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni sé lokið þrátt fyrir að aðeins séu 12 umferðir búnar.

Eftir 3-1 sigur á Manchester City í kvöld, er Liverpool á toppnum með átta stiga forskot á Leicester sem er í öðru sæti.

Mourinho var sérfræðingur á Sky Sports í kringum leik Liverpool og Man City.

„Úr minni stöðu held ég að titilbaráttunni sé lokið," sagði Mourinho.

„Þetta er búið nema að eitthvað dramatískt gerist, eins og meiðsli sem myndu hafa mikil áhrif á liðið."

„Ég held að Liverpool sé samansett púsluspil," sagði Jose Mourinho.

Liverpool varð síðast Englandsmeistari árið 1990.
Athugasemdir
banner
banner
banner