Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. nóvember 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benteke: Mikilvægt að fá spiltíma fyrir Evrópumótið
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Christian Benteke gæti verið á förum frá Crystal Palace í janúar vegna of lítils spiltíma.

Benteke vill komast í nýtt lið þar sem hann fær meiri leiktíma til að eiga meiri möguleika á að vinna sér inn sæti í belgíska landsliðinu fyrir EM á næsta ári.

Belgía vann alla tíu leiki sína í undankeppninni og spilaði hinn 28 ára gamli Benteke þrjá leiki á árinu og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann var ekki í hópnum sem fór á HM í fyrra en hefur þó gert 15 mörk í 37 A-landsleikjum á ferlinum.

Hann hefur ekki fundið sig hjá Crystal Palace og er aðeins búinn að gera 4 mörk í síðustu 60 leikjum sínum fyrir félagið.

„Það er alltaf öðruvísi að spila fyrir félagslið heldur en landslið. Ég er ánægður með tvennuna (gegn Kýpur) og vona að hún gefi mér sjálfstraustið sem ég þarf til að skora fyrir Palace," sagði Benteke.

„Það er mikilvægt að fá leiktíma sérstaklega fyrir Evrópumótið. Ef ég fæ ekki nóg af tækifærum þá þarf ég að líta í kringum mig í janúarglugganum.

„Það er mikil barátta um byrjunarliðssæti í landsliðinu og ég mun gera allt í mínu valdi til að komast þangað. Ég er að æfa eins og brjálæðingur á hverjum degi með þetta markmið í huga."

Athugasemdir
banner
banner