mið 04. desember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ljungberg langar að ræða við Wenger og Eriksson
Freddie Ljungberg.
Freddie Ljungberg.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Freddie Ljungberg, sem nú stýrir Arsenal, vill sækja í viskubrunn Arsene Wenger og Sven Göran-Eriksson.

Arsenal mætir Brighton á morgun og verður það annar leikur Ljungberg við stjórnvölinn, en hann stýrir Arsenal til bráðabirgða eftir að Unai Emery var rekinn.

Ljungberg spilaði undir stjórn Wenger hjá Arsenal, en á fréttamannafundi í gær sagði hann: „Ég hef ekki enn talað við hann, en ég myndi vilja gera það. Ég er í sambandi við hann, en ég hef ekki náð að tala við hann vegna þess að það hefur verið mjög mikið að gera. Það er á verkefnalistanum mínum að ræða við hann."

„Hann var hér sem þjálfari í 22 ár og hefur mikla reynslu. Það eru örugglega einhverjir hlutir sem eru mikilvægir að hans mati sem hann getur deilt með mér og gert mig að betri þjálfara. Það er það sem ég vil spyrja hann að."

Ljungberg vill líka ræða við Eriksson, annan reynslubolta í fótboltaþjálfun. Ljungberg spilaði aldrei undir stjórn hins 71 árs gamla Eriksson, en hefur oft rætt við hann og heyrt góðar sögur af honum.

Eriksson er síðasti Svíinn sem stýrði félagi í ensku úrvalsdeildinni áður en Ljungberg tók við hjá Arsenal. Eriksson er fyrrum landsliðsþjálfari Englands, en hann stýrði einnig Manchester City og Leicester á Englandi.

„Sven er gáfaður. Ég talaði mikið við hann þegar hann var landsliðsþjálfari Englands vegna þess að hann kom oft og horfði á leikina okkar (hjá Arsenal)," sagði Ljungberg.

„Ég hef heyrt sögur um það hvernig hann kom fram við leikmenn og hvernig hann lét þeim líða vel. Þannig sögur."

„Ég hef stolið nokkrum af þeim hugmyndum. Hann er frábær þjálfari. Það er orðið langt síðan síðast, en ég myndi vilja ræða við hann fljótlega."

Ljungberg, sem er 42 ára, hætti að spila árið 2014. Hann lék með Arsenal frá 1998 til 2007 og kom aftur til félagsins sem þjálfari U23 liðsins í fyrra. Hann fékk svo stöðuhækkun fyrir þetta tímabil og kom inn í þjálfarateymi Unai Emery. Núna er hann svo orðinn bráðabirgðastjóri og mun stýra liðinu í annað sinn á morgun.

Sjá einnig:
Jakkaföt Ljungberg í hreinsun
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner