Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Wenger vill að dómarar noti VAR-skjáinn
Skjárinn hefur ekki verið notaður í ensku úrvalsdeildinni.
Skjárinn hefur ekki verið notaður í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, vill að dómarar í ensku úrvalsdeildinni noti VAR-skjái.

Fyrir tímabilið fengu dómarar á Englandi þau tilmæli að þeir ættu helst ekki að fara sjálfir og skoða atvik í skjá á hliðarlínunni. Þess í stað sjá dómarar í VAR herberginu um að taka ákvarðanir.

VAR kerfið hefur fengið talsverða gagnrýni á Englandi en Mike Riley, yfirmaður dómaramála, vill ekki að skjáir séu notaðir vegna þess að það tefur leikinn of mikið.

Það fer gegn því sem Uefa, knattspyrnusamband Evrópu, ráðleggur og Wenger, nýráðinn yfirmaður í að þróa fótboltann á alþjóðlegri vísu hjá FIFA, vill að hlutirnir breytist á Englandi.

„Dómarinn þarf að fara að skjánum til að sjá hvort að hann hafi rangt eða rétt fyrir sér," sagði Wenger.

„Dómararnir sem eru inn á vellinum eru þar vegna þess að þeir hafa reynslu og hafa trú á sjálfum sér."

Wenger vill að VAR-skjárinn sé möguleiki fyrir dómarana. Hann telur að VAR sé að gera góða hluti þrátt fyrir mikla neikvæða gagnrýni.

„Ég trúi því að það sé að virkla miklu betur en fólk heldur vegna þess að ég hef orðið vitni að mörgum slæmum ákvörðunum áður en VAR kom til leiks."

„Við skulum ekki gleyma því að VAR er á fyrsta ári og það er ekki allt fullkomið. Breytingarnar munu koma. Þú þarft að kenna fólki á VAR til þess að það grípi inn í á réttum augnablikum."

„VAR er ekki að taka ákvarðanirnar, heldur að hjálpa dómaranum að taka réttar ákvarðanir," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner