Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. desember 2019 22:23
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford: Erfiðasti sigurinn hingað til
Marcus Rashford og Daniel James.
Marcus Rashford og Daniel James.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford skoraði bæði mörk Manchester United í 2-1 sigri gegn Tottenham fyrr í kvöld.

Hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir VAR herberginu áður en hann fékk að taka spyrnuna.

„Maður reynir að halda sér rólegum. Ég veit að ég þarf að bíða í smá áður en ég tek vítaspyrnur útaf VAR," sagði Rashford að leikslokum.

„Við þurftum að leggja gríðarlega mikið á okkur til að ná í þessi stig. Þetta er erfiðasti leikurinn sem við höfum unnið hingað til á leiktíðinni. Við viljum fá svona leiki, við viljum sanna fyrir fólki að við erum samkeppnishæfir gegn öðrum stórliðum.

„Við vorum betri í dag og áttum mikið af skotum. Ég myndi ekki kalla þetta dauðafæri en markvörðurinn þeirra gerði vel að verja frá okkur. Stundum fara þessir boltar inn, stundum ekki, en við stóðum okkur í vörninni og náðum í stigin."

Athugasemdir
banner
banner
banner