Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 15:46
Elvar Geir Magnússon
Amorim brosandi út að eyrum eftir brottreksturinn
Rúben Amorim og Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United. Myndin var tekin á Formúlu-1 keppni á síðasta ári.
Rúben Amorim og Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United. Myndin var tekin á Formúlu-1 keppni á síðasta ári.
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Rúben Amorim sem voru teknar í dag, örfáum klukkustundum eftir að hann var rekinn frá Manchester United.

Amorim brosti sínu breiðasta þegar hann yfirgaf heimili sitt með eiginkonu sinni.

Amorim entist aðeins fjórtán mánuði í starfi en United borgaði 9,25 milljónir punda til að losa hann frá Sporting Lissabon. Hann tók með sér fimm aðstoðarmenn.

Undanfarnar vikur hefur Amorim virkað pirraður á fréttamannafundi og allt á að hafa soðið upp úr í samskiptum hans við Jason Wilcox, yfirmann fótboltamála hjá United, þegar þeir funduðu síðasta föstudag.

Hér að neðan má sjá mynd af skælbrosandi Amorim sem var tekin í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner