Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. desember 2019 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Varð að sýna strákunum virðingu
Mynd: Getty Images
Liverpool skoraði fimm í nágrannaslagnum gegn Everton fyrr í kvöld og urðu lokatölur 5-2.

Jürgen Klopp hvíldi nokkra lykilmenn á borð við Roberto Firmino og Mohamed Salah en það kom ekki að sök því varamennirnir stigu upp og sýndu gæði sín.

Divock Origi skoraði tvennu og Xherdan Shaqiri eitt í hundraðasta úrvalsdeildarsigri Klopp.

„Öll mörkin voru stórkostleg. Frábærar sóknir og magnaðar sendingar. Ég naut mín í botn," sagði Klopp að leikslokum.

„Við þurftum að gera breytingar á liðinu útaf miklu leikjaálagi. Ég varð að sýna strákunum í hópnum virðingu með að treysta þeim fyrir byrjunarliðssæti í mikilvægum leik.

„Það gekk upp. Þeir sönnuðu hvers þeir eru megnugir. Ég tala oft um hversu sterkur hópurinn er og núna var kominn tími til að sanna það. Mörkin hans Divock, sendingarnar hjá Sadio, allt sem Shaqiri gerði, Lallana var allsstaðar. Strákarnir voru frábærir."

Athugasemdir
banner
banner
banner