Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   þri 27. maí 2008 07:00
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Leikmaður 3.umferðar kvenna - Björk Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Kvenaboltinn
Björk í leiknum gegn Aftureldingu
Björk í leiknum gegn Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Björk var maður leiksins og skoraði 2 mörk
Björk var maður leiksins og skoraði 2 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björk Gunnarsdóttir framherji úr Stjörnunni er leikmaður þriðju umferðar í Landsbankadeild kvenna. Björk stóð sig frábærlega í 2-0 sigurleik Stjörnunnar á Aftureldingu þegar hún skoraði bæði mörk liðsins.

Björk hefur nú skorað 5 af 7 mörkum Stjörnunnar það sem af er og er greinilega í feiknarformi þessa dagana. Stjarnan er á góðri siglingu með 7 stig af 9 mögulegum eftir þrjár fyrstu umferðirnar.

Björk Gunnarsdóttir
Björk Gunnarsdóttir er 22 ára framherji sem getur líka spilað á kantinum. Þrátt fyrir ungan aldur er hún gríðarlega reynslumikill leikmaður í efstu deild og hefur nú spilað 83 leiki og skorað í þeim 43 mörk. Björk hefur spilað 1 A landsleik þegar landsliðið spilaði æfingaleik gegn Bandaríkjunum 2005. Auk þess hefur Björk spilað 8 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Björk Gunnarsdóttir sagði í gær við Fótbolta.net að tilnefningin hefði komið sér á óvart: ,,Já þetta kemur mér svo sannarlega skemmtilega á óvart,” sagði hún við Fótbolta.net.

Aðspurð um leikinn gegn Aftureldingu hafði Björk þetta að segja: ,,Þetta var hörkuleikur, rétt eins og við var að búast. Afturelding er lið sem gefur ekki tommu eftir og þær létu okkur svo sannarlega hafa fyrir hlutunum í þessu leik.”

,,Deildin er að fara mjög skemmtilega af stað. Hún hefur aldrei verið eins jöfn og núna í ár. Það er spennandi sumar framundan og allt getur gerast,”
sagði Björk þegar hún var spurð út í deildina í ár.

Björk Gunnarsdóttir skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-0 sigurleik gegn Aftureldingu og hefur því skorað 5 mörk í fyrstu þremur leikjum liðsins. Við spurðum Björk út í hvort hún væri að æfa öðruvísi en áður

,,Já það má eiginlega segja að ég sé loksins farin að æfa á fullu. Ég var í mjög erfiðum meiðslum í fyrra, en er loksins búin að vinna mig út úr þeim. Gat til dæmis tekið þátt í öllu undirbúningstímabilinu, sem að ég held að hafi bara aldrei gerast áður”.

Stjarnan er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 7 stig eftir þrjá leiki. En hverjar eru væntingarnar til sumarsins hjá Stjörnunni?

,,Þetta er búið að fara vel af stað hjá okkur. En við erum alls ekki saddar, og ætlum að halda áfram að safna stigu í Garðabæinn. Við ætlum bara að taka einn leik fyrir í einu. Eitt er klárt mál, við munum berjast í 90 mín og gefum ekkert eftir.”

Stjarnan spilar á móti Keflavík þann 3.júní á Stjörnuvelli, hvernig leggst leikurinn í hana?

,,Leikurinn leggst bara ágætlega í mig. Keflavíkurliðið er með þrusu gott lið og er búin að sýna það í sínum fyrstu leikjum í sumar. Þetta verður mjög erfiður leik, en að sjálfsögðu stefnum við á 3 stig á okkar heimavelli,” sagði Björk að lokum við Fótbolta.net

Sjá einnig:
1. umferð: Katrín Jónsdóttir, Valur
2. umferð: Sophia Mundy, Afturelding

Næsta umferð Landsbankadeildar kvenna verður þriðjudaginn 3. júní þar sem fjórir leikir fara fram og endar 4. júní með leik HK/Víkings og Fjölnis.

Fótbolti.net mun að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála í öllum 5 leikjunum og að lokum velja leikmann 4. umferðar.
Athugasemdir
banner
banner