Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 23. september 2008 17:15
Fótbolti.net
Lið ársins í 1.deild 2008
Atli Heimisson, besti leikmaður 1.deildar árið 2008.
Atli Heimisson, besti leikmaður 1.deildar árið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson er efnilegasti leikmaður 1.deildar árið 2008.
Viðar Örn Kjartansson er efnilegasti leikmaður 1.deildar árið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallrgrímsson er besti þjálfarinn í 1.deild árið 2008.
Heimir Hallrgrímsson er besti þjálfarinn í 1.deild árið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið ársins í 1.deild karla.
Lið ársins í 1.deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú síðdegis var lið ársins í 1.deild karla opinberað á Silfur við Austurvöll. Fótbolti.net fylgdist vel með 1.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.



Markvörður:
Albert Sævarsson (ÍBV)

Varnarmenn:
Daníel Laxdal (Stjarnan)
Andrew Mwesigwa (ÍBV)
Dusan Ivkovic (Selfoss)
Matt Garner (ÍBV)

Miðjumenn:
Dean Martin (KA)
Andri Ólafsson (ÍBV)
Henning Eyþór Jónason (Selfoss)
Augustine Nsumba (ÍBV)

Sóknarmenn:
Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Atli Heimisson (ÍBV)



Varamannabekkur:
Sandor Matus (KA), - Markvörður
Alexander Linta (Þór), - Varnarmaður
Bjarni Hólm Aðalsteinsson (ÍBV), - Varnarmaður
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan), - Miðjumaður
Ellert Hreinsson (Stjarnan), - Sóknarmaður

Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Bjarni Þórður Halldórsson (Stjarnan), Srdjan Rajkovic (Fjarðabyggð), Einar Hjörleifsson (Víkingur Ó.).
Varnarmenn: Milos Glogovac (Víkingur R.), Dalibor Nedic (Víkingur Ó.), Elmar Dan Sigþórsson (KA), Janez Vrenko (KA), Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Víkingur R.), Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss), Jóhann Benediktsson (Fjarðabyggð), Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan), Albert Arason (Njarðvík), Rune Koertz (Leiknir R.), Gísli Páll Helgason (Þór), Hlynur Birgisson (Þór), Kári Ársælsson (Stjarnan), Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan), Agnar Bragi Magnússon (Selfoss), Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV), Þórhallur Dan Jóhannsson (Haukar), Kristinn Örn Agnarsson (Njarðvík), Ede Vesinka (KS/Leiftur).
Miðjumenn: Pétur Runólfsson (ÍBV), Þorvaldur Árnason (Stjarnan), Bjarni Rúnar Einarsson (ÍBV), Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.), Gunnar Kristjánsson (Víkingur R.), Jóhann Laxdal (Stjarnan), Hilmar Geir Eiðsson (Haukar), Birgir Hrafn Birgisson (Stjarnan), Agnar Þór Sveinsson (KS/Leiftur), Hilmar Trausti Arnarsson (Haukar), Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.), Boban Jovic (Selfoss), Atli Sigurjónsson (Þór), Björn Pálsson (Stjarnan), Einar Ottó Antonsson (Selfoss), Egill Atlason (Víkingur R.).
Sóknarmenn: Denis Curic (Haukar), Sveinbjörn Jónasson (Fjarðabyggð), Viðar Örn Kjartansson (Selfoss), Jakob Spangsberg (Leiknir R.), Josip Marosevic (Víkingur Ó.)




Þjálfari ársins: Heimir Hallgrímsson, ÍBV
Heimir tók við ÍBV undir lok sumars 2006 en náði ekki að bjarga liðinu frá falli úr Landsbankadeildinni. Í fyrra voru Eyjamenn hársbreidd frá því að komast upp en í ár tókst liðinu að vinna fyrstu deildina og ná takmarki sínu, að spila í Landsbankadeild að ári. Eyjamenn leiddu deildina í allt sumar og tryggðu sér titilinn með sigri á KS/Leiftri þrátt fyrir að liðið ætti þá tvo leiki eftir. Eyjamenn, undir stjórn Heimis, voru með sterkustu vörnina í sumar og enduðu með 50 stig á toppnum.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Zoran Miljkovic (Selfoss), Bjarni Jóhannsson (Stjarnan), Garðar Gunnar Ásgeirsson (Leiknir R.), Dean Martin (KA).

Leikmaður ársins: Atli Heimisson, ÍBV
Atli lék mjög vel í framlínu Eyjamanna í sumar og hjálpaði liðinu að endurheimta sæti sitt í Landsbankadeildinni. Atli skoraði fjórtán mörk og endaði sem næstmarkahæsti leikmaðurinn í fyrstu deild. Hann átti einnig þátt í mörgum öðrum mörkum í þeim tuttugu leikjum sem hann kom við sögu í. Atli var að leika sitt annað tímabil með ÍBV en hann lék einnig mjög vel með liðinu í fyrstu deild í fyrra og skoraði þá átta mörk.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Sævar Þór Gíslason (Selfoss), Henning Eyþór Jónasson (Selfoss), Augustine Nsumba (ÍBV), Andri Ólafsson (ÍBV), Pétur Runólfsson (ÍBV), Matt Garner (ÍBV), Sveinbjörn Jónasson (Fjarðabyggð), Einar Hjörleifsson (Víkingur Ólafsvík)

Efnilegasti leikmaðurinn: Viðar Örn Kjartansson, Selfoss
Viðar Örn er átján ára gamall framherji sem hefur leikið allan sinn feril með Selfyssingum. Viðar Örn hefur verið að festa sig í sessi í meistaraflokki félagsins undanfarin ár og í ár var hann fastamaður í framlínu liðsins ásamt Sævari Þór Gíslasyni. Viðar Örn lék alla 22 leiki Selfyssinga í annarri deildinni í sumar og skoraði átta mörk en hann skoraði einnig tvö mörk í tveimur leikjum í VISA-bikarnum.

Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Ingvar Jónsson (Njarðvík), Sigurður Eyberg Guðlaugsson (Selfoss), Atli Sigurjónsson (Þór), Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Víkingur R.), Jóhann Laxdal (Stjarnan), Kristján Sigurólason (Þór), Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV), Milos Tanasic (KS/Leiftur), Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)


Ýmsir molar:

  • Um það bil 30 leikmenn fengu atkvæði sem varnarmenn og það sama var uppi á teningnum hjá miðjumönnum.


  • Framherjarnir í liðinu, Atli Heimisson og Sævar Þór Gíslason, fengu báðir mjög góða kosningu. Atli fékk 20 atkvæði af 22 mögulegum og Sævar Þór fékk 19.


  • Ellefu leikmenn Stjörnunnar fengu atkvæði í liði ársins og tíu leikmenn ÍBV.


  • Alls fengu tíu leikmenn atkvæði í vali á efnilegasta leikmanni daeildarinnar


  • Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði í vali á liði ársins að þessu sinni.





Smellið hér til að skoða lokastöðuna í 1.deildinni

Smellið hér til að sjá lið ársins í 1.deild 2007
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner