Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta pirraður: Þetta er geðveiki
Rowe gat ekki haldið leik áfram
Rowe gat ekki haldið leik áfram
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta skaut föstum skotum að ensku úrvalsdeildinni í gær vegna fjölda leikja og hversu þétt er leikið þessa dagana.

Skot Arteta kom eftir að Emile Smith Rowe meiddist í gær gegn Leicester. Emile varð fyrir vöðvameiðslum og vonar Arteta að hann verði ekki lengi frá.

„Mér finnst í raun mjög eðlilegt að þetta sé að gerast. Þess vegna þurftum við að dreifa álaginu, því ef við gerum það ekki þá fjölgar meiðslunum," byrjaði Arteta.

„En stundum gefst ekki tækifæri til þess því þú ert án leikmanna og þarft að spila sömu aftur til að vinna. Þetta er geðveiki."

„Fjöldi mínútna og leikja sem þessir leikmenn spila án þess að fá neitt undirbúningstímabil eða hlé, þú munt sjá fullt af meiðslum. Við töluðum um þetta, stjórarnir fyrir leiktíðina, og þetta hefur komið á daginn,"
bætti Arteta við.

Arsenal vann Leicester á útivelli í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner