Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Bayern og Liverpool eru bestu liðin
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City segist í skýjunum með 20 leikja sigurgöngu síns liðs en það hafi þó ekkert afrekað enn.

„Besta lið Evrópu er Bayern München því þeir unnu allt. Á Englandi erum við með Liverpool sem er meistari, þeir eru bestir. Ef þú vilt taka krúnuna þá verður þú að vinna. Enginn er meistari í mars," segir Guardiola.

City er með tólf stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir helgina, önnur lið í topp fjórum misstu af stigum.

„Það eru enn 36 stig í pottinum og allt getur gerst í ensku deildinni. Sem lið þurfum við að spila vel og hlaupa mikið án boltans til að ná í þau stig sem þarf til að tryggja okkur titilinn að lokum."

Á morgun leikur City gegn Wolves en Úlfarnir unnu báðar viðureignir liðanna á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner