Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 01. apríl 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho mjög óvænt orðaður við Leicester
Philippe Coutinho er í láni hjá Bayern.
Philippe Coutinho er í láni hjá Bayern.
Mynd: Getty Images
Framtíð Brasilíumannsins Philippe Coutinho er nokkuð mikið í umræðunni þessa daganna.

Hann er í láni hjá Bayern München frá Barcelona og hefur Bayern möguleika á að kaupa hann að lánssamningnum loknum. Óljóst er hvort að Bayern geri það.

Coutinho hefur verið orðaður við endurkomu til Englands þar sem hann lék með Liverpool við góðan orðstír fyrir vonbrigðardvöl sína hjá Barcelona. Hann var keyptur til Barcelona fyrir 142 milljónir punda sumarið 2018, en stóðst ekki væntingar þar.

Hinn 27 ára gamli Coutinho virðist nú ekki eiga neina framtíð hjá Barcelona, en spænska dagblaðið Sport orðar hann óvænt við Leicester City.

Við stjórnvölinn hjá Leicester er Brendan Rodgers sem þjálfaði Coutinho hjá Liverpool á sínum tíma. Rodgers væri til í að fá Coutinho og gæti Leicester reynt að fá hann með möguleika á að semja svo við hann til lengri tíma.

Leicester er þó ekki eina félagið á Englandi sem er sagt hafa áhuga á Coutinho. Hann hefur líka við orðaður við Chelsea og Manchester United.

Áður en hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni að sökum kórónuveirunnar þá var Leicester í þriðja sæti deildarinnar. Liðið hefur gert vel á tímabilinu undir stjórn Rodgers.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner