Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   lau 01. apríl 2023 23:47
Brynjar Ingi Erluson
Nagelsmann gæti tekið við Chelsea
Mynd: EPA
Stjórn Chelsea gæti nú farið að íhuga stöðu Graham Potter hjá félaginu eftir 2-0 tapið gegn Aston Villa en liðið er nú ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Spilamennska Chelsea á tímabilinu hefur þótt afar slök og þrátt fyrir miklar styrkingar á leikmannahópnum hafa úrslitin ekki farið þeim í vil.

Í dag vantaði ekki færin hjá Chelsea en nýtingin var ekki til staðar og þykir nú ólíklegt að liðið verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, nema það vinni auðvitað keppnina í ár.

Hingað til hefur stjórnin sýnt Potter stuðning en þolinmæðin er á þrotum.

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að Julian Nagelsmann sé á lista hjá Chelsea um að taka við liðinu af Potter. Nagelsmann er án starfs síðan hann var rekinn frá Bayern München á dögunum, en hann er einnig á blaði hjá Tottenham Hotspur.

Potter fær líklega leikinn gegn Liverpool á þriðjudag til að svara fyrir tapið en ef það tapast stig þar þá tekur hann líklega poka sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner