Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   mán 01. apríl 2024 22:38
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Smá extra að spila á móti svona miklum meistara
Arnar Gunnlaugsson með verðlaunagripinn eftir leik í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson með verðlaunagripinn eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Víkings og Vals.
Úr leik Víkings og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarar Víkings eru meistarar meistaranna eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni. Þessi árlegi leikur markar upphaf fótboltatímabilsins og var áhorfendum í Fossvoginum í kvöld boðið upp á mikla skemmtun og fínan fótbolta.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

„Mér fannst þetta frábær leikur. Það voru mikil gæði í fyrri hálfleiknum miðað við aðstæður. Það var vindasamt og kalt en bæði lið sýndu mjög flott tilþrif," segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í viðtali við Sölva Haraldsson, fréttamann Fótbolta.net

Arnar segir að það hafi verið ótrúlegt að Víkingur hafi á kafla í seinni hálfleik ekki náð að koma sér í forystu í leiknum.

„Eftir að Halli var rekinn út af fékk Valur að snerta boltann meira en sköpuðu sér lítið. Það var karakter og gott hjarta sem tryggði okkur í vítakeppnina."

Fannst honum rétt að Halldór Smári fékk að líta rauða spjaldið?

„Því miður virkaði það þannig. Þetta virkaði groddaralegt hjá Halla mínum. Hann var búinn að vera vel aggressívur í leiknum. Ég á eftir að sjá þetta aftur en miðað við fyrstu sýn virtist hann ekki geta gert annað en gefa honum rautt spjald."

„Það var enginn æfingaleikjafílingur, þetta var bara alvöru leikur og bæði lið lögðu líf og sál í þetta og mikil gæði í báðum liðum. Ef þetta er það sem koma skal í sumar verður þessi deild algjör veisla."

Augu margra beindust að sjálfsögðu að Gylfa Sigurðssyni leikmanni Vals.

„Hann sýndi sín gæði inn á milli og verður frábær fyrir Val í sumar. Það er gott fyrir strákana sem spila á móti honum, það er smá extra að spila á móti svona miklum meistara."

Arnar segist finna mikla spennu fyrir Bestu deildinni og hann býst við góðri mætingu í stúkuna en það var vel mætt í stúkuna í kvöld.

„Ég held persónulega að mótið verði ekki eins og síðustu tvö ár þar sem eitt lið er búið að stinga af. Ég held að þetta verði miklu jafnara í ár. Það lið sem ætlar að taka titilinn af okkur þarf að eiga stjörnusumar."

Það eru nokkur stór nöfn á meiðslalistanum hjá Víkingi. Arnar Gunnlaugsson segist vonast til þess að Jón Guðni Fjóluson verði byrjaður að spila á fullu um miðjan maí en engin tímapressa sé á honum. Hann segir styttra í aðra leikmenn sem eru á meiðslalistanum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner