Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mán 01. apríl 2024 23:47
Sölvi Haraldsson
Fyrirliðinn spenntur fyrir tímabilinu - „Verður mun jafnari deild en í fyrra“
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Pablo reynir að stoppa Gylfa Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við stjórna leiknum. Sama eftir að Halli (Halldór Smári) fær rautt spjald. Þeir fá ekki færi til að skora og við fengum mörg færi til að klára leikinn. En gott að fá þennan sigur í kvöld.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, eftir sigur í kvöld gegn Valsmönnum í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Halldór Smári fékk rautt spjald í seinni hálfleik og verður í banni gegn Stjörnunni næstu helgi í opnunarleik Bestu deildarinnar. Pablo segist ekki hafa séð tæklingu Halldórs.

„Ég sá þetta ekki. En mér fannst vera brotið á mér á undan svo ég get ekki svarað fyrir það. Við vorum vel skipulagðir og þeir náðu aldrei að brjóta okkur niður eftir að við fáum rautt spjald. En leikir breytast alltaf eftir rauð spjöld.

Pablo er á þeirri skoðun að Valur og Víkingur R. séu tvö bestu lið landsins.

Já mér finnst það. Þeir eru með gæði út um allt. Á bekknum líka og jafnvel ekki í hóp. Þeir geta stillt upp tveimur liðum. Ég tel að deildin í ár verði mun jafnari en hún hefur verið og bara hörkubarátta.“

Pablo segir það hafa verið gaman að mæta Gylfa Sig í kvöld og að það hafi mótiverað menn í nokkrar sekúndur að sjá hann á leikskýrslunni.

„Það var mjög gaman að spila á móti honum. Það mótiveraði menn kannski í nokkrar sekúndur en síðan ertu á kominn á þann stað að þú ert að undirbúa þig fyrir leik.

Besta deildin verður jafnari, erfiðari og mjög skemmtileg í ár ef marka má Pablo Punyed.

Hún verður mjög skemmtileg. Ég held að það verða sex til sjö lið sem munu berjast um titla í sumar. Þetta verður mjög skemmtileg og ég get ekki beðið. Þetta verður mun jafnari deild en í fyrra.

Pablo segir að það sé mikil tilhlökkun í Víkinni fyrir fyrsta leik Bestu deildarinnar gegn Stjörnunni næstu helgi.

Við erum spenntir. Fyrsti leikur á móti eru alltaf erfiðir leikir og við höfum fengið Stjörnuna nokkrum sinnum. En við erum mjög peppaðir fyrir þeim leik.“ sagði Pablo Punyed, fyrirliði Víkinga, að lokum eftir sigur Víkinga í vítaspyrnukeppni á Val í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner