Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 01. maí 2023 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stress er ekki til í hans orðbók og svo er hann seigur að veiða líka sem er góður kostur
Stress er ekki til í hans orðbók og svo er hann seigur að veiða líka sem er góður kostur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábær drengur og allt það en getur verið þreytt að mæta honum
Frábær drengur og allt það en getur verið þreytt að mæta honum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sama hversu vonlaust ástandið er þá brosir hann í gegnum það, finnur lausnir og höstlar
Sama hversu vonlaust ástandið er þá brosir hann í gegnum það, finnur lausnir og höstlar
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Leit út fyrir að vera drepleiðinlegur
Leit út fyrir að vera drepleiðinlegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fínt að hafa einn skipulagðan
Fínt að hafa einn skipulagðan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Atli er fyrirliði Vestra, varnarmaður sem hefur leikið allan sinn feril fyrir vestan. Hann á að baki 213 KSÍ leiki og í þeim hefur hann skorað fjögur mörk.

Hann bar fyrirliðabandið fyrst í leikjum 2017 og hefur borið það síðan. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 7. sæti

Fullt nafn: Elmar Atli Garðarsson

Gælunafn: Elli. Elmo. Emmi dettur stundum inn

Aldur: 26 (36)

Hjúskaparstaða: Harðgiftur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014 á móti Tindastól. Endaði 4-0. ARB99 hatrick hero.

Uppáhalds drykkur: Tropical nocco og rauður kristall +

Uppáhalds matsölustaður: Allir Sushi staðir á höfuðborgarsvæðinu

Hvernig bíl áttu: Toyota Hilux

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits og Breaking Bad. Er síðan að taka Exit núna, mjög fínir.

Uppáhalds tónlistarmaður: Er rapphaus. 50 cent, Lil Baby og Gunna eru mikið spilaðir þessa dagana. Passar kannski ekki við fertugan tveggja barna faðir í úthverfum Ísafjarðar en það er eins og það er.

Uppáhalds hlaðvarp: Tvíhöfði og Steve

Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Gnarr er eina rétta svarið við þessari spurningu.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hringi eftir 5. Frá Big Sam(Samma formanni).

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei verið mikill Víking Ó aðdáandi.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kristall Máni setti þrennu í andlitið á mér í undanúrslitum bikarsins 2021. Erfitt að horfa framhjá honum. Patrick Pedersen líka.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Nigel Quashie og Jón Hálfdán voru alvöru combo. Verð líka að nefna Bjarni Jóh. Hendi Davíð Smára á blað svo ég fái að spila eitthvað í sumar.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gunnar Jónas Haukson. Frábær drengur og allt það en getur verið þreytt að mæta honum.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi gamli og CR7

Sætasti sigurinn: Valur í 8 liða úrslitum bikarsins á fallegu sumarkvöldi á Olisvellinum.

Mestu vonbrigðin: Viðbeinsbrotnaði úti á móti Þór 2020.

Uppáhalds lið í enska: United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Pétur Bjarna aftur heim.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Guðmundur Páll Einarsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Guðmundur Arnar(Insta: Gudmundur_sv)

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Allar fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Á eftir spurningunni um fullt nafn og aldur er þessi sennilega auðveldust. Það er Marvin Steinarsson rafvirki og markmaður.

Uppáhalds staður á Íslandi: Súðavíkin og Ísafjarðardjúpið eins og það leggur sig.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í fyrsta leiknum mínum með meistaraflokk var ég látinn spila í treyju sem var XL, hef verið í kringum 60kg á þeim tíma. Treyjan náði niður fyrir stuttbuxurnar og var eins og kjóll á mér.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Legg bílnum mínum alltaf í sama stæði í heimaleikjum. Og jú ef það er bíll í því stæði þegar ég mæti er hann vinsamlegast beðinn um að færa sig.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Tek píluna í des og stórmót í handboltanum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas x Speedportal

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Stærðfræðin var oft erfið.

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Marvin Steinarsson er fyrstur á blað. Sama hversu vonlaust ástandið er þá brosir hann í gegnum það og finnur lausnir. Næst tæki ég með mér Daníel Agnar. Stress er ekki til í hans orðbók og svo er hann seigur að veiða líka sem er góður kostur á eyðieyju. Síðast en ekki síst tæki ég með mér Friðrik Þórir Hjaltason. Með hina tvo vitleysingjana er fínt að hafa einn skipulagðan sem myndi finna út úr því hvernig við ættum að komast í burtu af eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef farið í loftbelg. Finnst það merkilegra með hverju árinu sem líður.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Deniz Yaldir. Leit út fyrir að vera drepleiðinlegur þegar við hittumst fyrst en eftir að hafa kynnst honum er hann algjör ljúflingur og toppmaður.

Hverju laugstu síðast: Sagði við Brentton markmannsþjálfara og sárlasin Arsenal stuðningsmann að ég hefði trú á að þeir myndu enda fyrir ofan City í ár.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að hita upp

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Sir Alex hvað honum gekk til þegar hann lagði til að David Moyes yrði næsti stjóri United.
Athugasemdir
banner
banner
banner