Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnisáhrif í hópi HK - „Hlýtur að vera svekkjandi fyrir Fjölnismenn"
Birnir Snær Ingason er fyrrum leikmaður Fjölnis.
Birnir Snær Ingason er fyrrum leikmaður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas ræddu helstu tíðindi vikunnar úr íslenska fótboltanum í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í gær. Farið var yfir æfingaleiki sem hafa verið spilaðir, en íslensk félög eru nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið.

Fjölnir og HK áttust við síðasta þriðjudag og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli. Báðum þessum liðum er spáð fallbaráttu í Pepsi Max-deildinni í sumar, en hér á Fótbolta.net er Fjölni spáð 12. sæti og HK spáð tíunda sæti.

Það þykir athyglisvert að í liði HK eru fjórir af lykilmönnum liðsins fyrrum leikmenn Fjölnis.

„Í liði HK þá sjáum við Bjarna Gunnarsson, Guðmund Þór Júlíusson, Binna bolta (Snæ Ingason) og Arnar markvörð sem eru allt uppaldir Fjölnismenn," sagði Elvar Geir og hélt áfram: „Þetta eru lið sem er spáð á svipaðan stað í deildinni og HK er með fjóra uppalda Fjölnismenn sem myndu allir komast í byrjunarlið Fjölnis í dag."

„Þeir eru allir búnir að taka eitthvað skref áður en þeir fóru í HK, Bjarni Gunn fór í ÍBV og Arnar Freyr var varamarkvörður í Leikni og fær óvænt tækifæri hjá HK," sagði Tómas.

„Það hlýtur samt að vera svekkjandi fyrir Fjölnismenn í stúkunni og hugsa 'við erum kannski að fara að falla en þetta lið bjarga sér með fjóra af strákunum okkar'," sagði Elvar Geir.

Þá sagði Tómas: „Auðvitað væru allir Fjölnismenn til í að hafa Bjarna, Binna og alla þessa gæa, en það er ekki eins og þetta hafi gerst í gær. Þeir fóru ekki í fússi úr Grafarvoginum og upp í Kór."

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Pepsi Max hringborð - Umræður eftir æfingaleikjaviku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner