Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Atli: Liverpool þarf ekki að spila leik í viðbót
Lögregla reynir að koma í veg fyrir að fólk komi saman ef og þegar það gerist að Liverpool tryggir sér Englandsmeistaratitilinn.
Lögregla reynir að koma í veg fyrir að fólk komi saman ef og þegar það gerist að Liverpool tryggir sér Englandsmeistaratitilinn.
Mynd: Getty Images
Það var rætt um enska boltann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 síðasta laugardag. Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur þáttarins um Liverpool, var á línunni.

Enska úrvalsdeildin snýr aftur þann 17. júní næstkomandi, á þjóðhátíðardegi Íslendinga.

Liverpool er á toppnum með 25 stiga forskot og telur Kristján Atli í raun og veru að Liverpool þurfi ekki að spila fleiri leiki til að landa Englandsmeistaratitlinum.

„Liverpool er einhvern veginn minnsti hlutinn af umræðunni um hvort að eigi að klára tímabilið eða ekki. Það er rosalega auðvelt að láta Liverpool bara hafa titilinn. Þetta er 25 stiga forskot og að mínu mati þarf Liverpool ekki að spila leik í viðbót til að tryggja þetta," sagði Kristján.

„Eftir svona fjarveru þá verða hlutirnir mikið losaralegir. Við höfum séð það hjá þýsku liðunum að þau eru ekkert í bestu leikæfingunni. Fyrir utan það þá gildir heimavöllurinn ekki jafnmikið þar sem þetta er allt á lokuðum völlum. Ég sé alveg fyrir mér að City tapi sex stigum einhvers staðar. Liverpool þarf ekki einu að spila, þeir gætu þannig séð látið okkur hafa dolluna núna."

Lögregla hefur óskað eftir að nokkrir leikir fari fram á hlutlausum völlum. Það er nokkuð ljóst að lögreglan vill ekki hafa Liverpool í Liverpool-borg þegar titillinn vinnst svo að fólk sem ekki að koma saman. „Það var einhver sem sagði að það væri hreinlega best í stöðunni ef Liverpool tryggir þetta heim í sófa."

Umræðuna má í heild sinni hlusta á hér að neðan.
Enski boltinn snýr aftur - Verður skrítinn fögnuður í Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner